Enski boltinn

Hazard sér ekki eftir því að hafa farið til Chelsea

Belginn Eden Hazard segir að það hafi vissulega verið leiðinlegt að sjá á eftir stjóranum Roberto di Matteo. Hann sér þó ekkert eftir því að hafa farið til Chelsea.

Það hefur allt verið upp í háaloft hjá félaginu síðan Rafa Benitez tók við liðinu og liðið ekki unnið leik í deildinni.

"Ég vissi alveg hvernig félag ég var að ganga til liðs við. Ég vissi vel að Chelsea skipti reglulega um stjóra. Ég átti kannski ekki von á því að það myndi gerast svona snemma. Di Matteo samdi við mig og ég hlakkaði til að vinna með honum," sagði Belginn.

"Ég sé ekki eftir neinu. Við verðum að þjappa okkur saman og koma okkur ofar í töflunni. Ég hef ekki lent í því áður að missa stjóra. Það er aldrei auðvelt en er hluti af boltanum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×