Fótbolti

Alfreð tryggði Heerenveen stig

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Alfreð getur ekki hætt að skora.
Alfreð getur ekki hætt að skora. Nordic Photos / Getty Images
Alfreð Finnbogason var enn og aftur á skotskónum fyrir Heerenveen þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Venlo í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik en Alfreð jafnaði metin á 61. mínútu.

Bryan Linssen kom Venlo yfir á 56. mínútu en það tók Alfreð aðeins fimm mínútur af jafna metin eftir sendingu frá Lukas Marecek.

Þetta var tíunda mark Alfreðs á leiktíðinni fyrir Heerenveen í aðeins 12 leikjum en hann er næst markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar.

Heerenveen er nú komið með 14 stig, jafn mörg og AZ Alkmaar sem á leik til góða á morgun. Venlo er í næst neðsta sæti deildarinnar með 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×