Fótbolti

Ójöfn staða í markakeppni Zlatans og Mutu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adrian Mutu og Zlatan Ibrahimovic léku saman hjá Juve.
Adrian Mutu og Zlatan Ibrahimovic léku saman hjá Juve. Mynd/Nordic Photos/Getty
Zlatan Ibrahimovic skoraði sitt 200. deildarmark í gær þegar Paris Saint-Germain vann 4-0 sigur á Troyes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta en Svíinn skoraði tvö mörk í leiknum og átti einnig eina stoðsendingu.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með markakeppni Zlatan Ibrahimovic og Adrian Mutu þá erum við hér með nýjustu tölur en Rúmenninn skoraði á Zlatan í markkeppni þegar hann gekk til liðs við Ajaccio í haust.

Zlatan Ibrahimovic er búinn að skora 12 mörk í 11 deildarleikjum með Paris Saint-Germain það sem af er tímabilinu en Adrian Mutu skoraði í gær sitt annað mark á tímabilinu í 1-1 jafntefli á móti Nancy.

Ibrahimovic hefur því tíu marka forskot á Mutu í markakeppninni en Svíinn tók reyndar aldrei áskorun Rúmenans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×