Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2012 09:53 Borpallurinn Cosl Pioneer. Borsvæðið er um 80 kílómetra suðaustur af Færeyjum. Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. Kínverski borpallurinn COSL Pioneer hóf borunina þann 17. júní í sumar og var þá búist við að hún tæki 4-5 mánuði og yrði lokið um miðjan nóvember. Fyrr í mánuðinum var skýrt frá því að verkið hefði gengið hægar en vonast var til. Holan væri sérlega djúp, meiri tími hefði farið í fóðrun en búist var við og ýmis vinna á borpallinum hefði reynst tímafrekari en til stóð. Statoil segir að borinn sé kominn niður í hraunlagastafla, sem liggi djúpt, en aðalmarkmið borunarinnar hafi ekki náðst, en það er að komast þar undir. Borun þessarar fimm kílómetra djúpu holu er dýrasta verkefni í atvinnusögu Færeyja. Kostnaður var áætlaður um 20 milljarðar íslenskra króna en seinkunin veldur því að holan verður enn dýrari. Statoil fer fyrir verkinu með 50% hlut, ExxonMobil á 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum á 1%. Þetta er áttunda holan sem boruð er í lögsögu Færeyja. Tengdar fréttir Færeyingar bíða fregna af borpallinum Færeyingar bíða nú spenntir fregna af dýrustu og viðamestu olíuborun á landgrunni Færeyja til þessa. Það var þann 17. júní í sumar sem kínverski borpallurinn Cosl Pioneer hóf að bora allt að fimm kílómetra djúpa holu og þá var tilkynnt að borunin tæki 4-5 mánuði. Olíufélögin sem standa að þessari 20 milljarða króna borun hafa, enn sem komið er, ekkert sagt frá gangi mála. 18. október 2012 12:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. Kínverski borpallurinn COSL Pioneer hóf borunina þann 17. júní í sumar og var þá búist við að hún tæki 4-5 mánuði og yrði lokið um miðjan nóvember. Fyrr í mánuðinum var skýrt frá því að verkið hefði gengið hægar en vonast var til. Holan væri sérlega djúp, meiri tími hefði farið í fóðrun en búist var við og ýmis vinna á borpallinum hefði reynst tímafrekari en til stóð. Statoil segir að borinn sé kominn niður í hraunlagastafla, sem liggi djúpt, en aðalmarkmið borunarinnar hafi ekki náðst, en það er að komast þar undir. Borun þessarar fimm kílómetra djúpu holu er dýrasta verkefni í atvinnusögu Færeyja. Kostnaður var áætlaður um 20 milljarðar íslenskra króna en seinkunin veldur því að holan verður enn dýrari. Statoil fer fyrir verkinu með 50% hlut, ExxonMobil á 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum á 1%. Þetta er áttunda holan sem boruð er í lögsögu Færeyja.
Tengdar fréttir Færeyingar bíða fregna af borpallinum Færeyingar bíða nú spenntir fregna af dýrustu og viðamestu olíuborun á landgrunni Færeyja til þessa. Það var þann 17. júní í sumar sem kínverski borpallurinn Cosl Pioneer hóf að bora allt að fimm kílómetra djúpa holu og þá var tilkynnt að borunin tæki 4-5 mánuði. Olíufélögin sem standa að þessari 20 milljarða króna borun hafa, enn sem komið er, ekkert sagt frá gangi mála. 18. október 2012 12:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Færeyingar bíða fregna af borpallinum Færeyingar bíða nú spenntir fregna af dýrustu og viðamestu olíuborun á landgrunni Færeyja til þessa. Það var þann 17. júní í sumar sem kínverski borpallurinn Cosl Pioneer hóf að bora allt að fimm kílómetra djúpa holu og þá var tilkynnt að borunin tæki 4-5 mánuði. Olíufélögin sem standa að þessari 20 milljarða króna borun hafa, enn sem komið er, ekkert sagt frá gangi mála. 18. október 2012 12:45