Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2012 09:53 Borpallurinn Cosl Pioneer. Borsvæðið er um 80 kílómetra suðaustur af Færeyjum. Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. Kínverski borpallurinn COSL Pioneer hóf borunina þann 17. júní í sumar og var þá búist við að hún tæki 4-5 mánuði og yrði lokið um miðjan nóvember. Fyrr í mánuðinum var skýrt frá því að verkið hefði gengið hægar en vonast var til. Holan væri sérlega djúp, meiri tími hefði farið í fóðrun en búist var við og ýmis vinna á borpallinum hefði reynst tímafrekari en til stóð. Statoil segir að borinn sé kominn niður í hraunlagastafla, sem liggi djúpt, en aðalmarkmið borunarinnar hafi ekki náðst, en það er að komast þar undir. Borun þessarar fimm kílómetra djúpu holu er dýrasta verkefni í atvinnusögu Færeyja. Kostnaður var áætlaður um 20 milljarðar íslenskra króna en seinkunin veldur því að holan verður enn dýrari. Statoil fer fyrir verkinu með 50% hlut, ExxonMobil á 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum á 1%. Þetta er áttunda holan sem boruð er í lögsögu Færeyja. Tengdar fréttir Færeyingar bíða fregna af borpallinum Færeyingar bíða nú spenntir fregna af dýrustu og viðamestu olíuborun á landgrunni Færeyja til þessa. Það var þann 17. júní í sumar sem kínverski borpallurinn Cosl Pioneer hóf að bora allt að fimm kílómetra djúpa holu og þá var tilkynnt að borunin tæki 4-5 mánuði. Olíufélögin sem standa að þessari 20 milljarða króna borun hafa, enn sem komið er, ekkert sagt frá gangi mála. 18. október 2012 12:45 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. Kínverski borpallurinn COSL Pioneer hóf borunina þann 17. júní í sumar og var þá búist við að hún tæki 4-5 mánuði og yrði lokið um miðjan nóvember. Fyrr í mánuðinum var skýrt frá því að verkið hefði gengið hægar en vonast var til. Holan væri sérlega djúp, meiri tími hefði farið í fóðrun en búist var við og ýmis vinna á borpallinum hefði reynst tímafrekari en til stóð. Statoil segir að borinn sé kominn niður í hraunlagastafla, sem liggi djúpt, en aðalmarkmið borunarinnar hafi ekki náðst, en það er að komast þar undir. Borun þessarar fimm kílómetra djúpu holu er dýrasta verkefni í atvinnusögu Færeyja. Kostnaður var áætlaður um 20 milljarðar íslenskra króna en seinkunin veldur því að holan verður enn dýrari. Statoil fer fyrir verkinu með 50% hlut, ExxonMobil á 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum á 1%. Þetta er áttunda holan sem boruð er í lögsögu Færeyja.
Tengdar fréttir Færeyingar bíða fregna af borpallinum Færeyingar bíða nú spenntir fregna af dýrustu og viðamestu olíuborun á landgrunni Færeyja til þessa. Það var þann 17. júní í sumar sem kínverski borpallurinn Cosl Pioneer hóf að bora allt að fimm kílómetra djúpa holu og þá var tilkynnt að borunin tæki 4-5 mánuði. Olíufélögin sem standa að þessari 20 milljarða króna borun hafa, enn sem komið er, ekkert sagt frá gangi mála. 18. október 2012 12:45 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Færeyingar bíða fregna af borpallinum Færeyingar bíða nú spenntir fregna af dýrustu og viðamestu olíuborun á landgrunni Færeyja til þessa. Það var þann 17. júní í sumar sem kínverski borpallurinn Cosl Pioneer hóf að bora allt að fimm kílómetra djúpa holu og þá var tilkynnt að borunin tæki 4-5 mánuði. Olíufélögin sem standa að þessari 20 milljarða króna borun hafa, enn sem komið er, ekkert sagt frá gangi mála. 18. október 2012 12:45