Fótbolti

Malmö mætir Evrópumeisturunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Nordic Photos / Getty Images
Í dag var dregið í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna. Sænska liðið Malmö mætir Evrópumeisturunum í Lyon frá Frakklandi.

Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir leika með Malmö en leikirnir fara fram í lok mars annars vegar og byrjun apríl hins vegar.

Lyon hefur unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár en engu liði hefur tekist að vinna keppnina þrjú ár í röð.

Leikirnir:

Juvisy Essonne (Frakklandi) - Göteborg FC (Svíþjóð)

Lyon (Fraklandi) - FC Malmö (Svíþjóð)

Arsenal (Englandi) - Torres CF (Ítalíu)

Wolfsburg (Þýskalandi) - Rossiyanka (Rússlandi)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×