Fótbolti

Zico flúinn frá Írak

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zico.
Zico. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Zico er hættur sem þjálfari knattspyrnulandsliðs Íraks en hann hefur verið þjálfari liðsins í fimmtán mánuði.

Zico segist vera hættur vegna þetta að knattspyrnusambandið í Írak hafi ekki staðið við gerða samninga við sig. Forráðamenn íraska sambandsins hafa ekki viljað tjá sig um málið.

Zico sagði frá því í síðasta mánuði að íraska sambandið skuldaði honum fjögurra mánaða laun og talað að auki um það að honum væri sýnt alltof lítil tillitssemi í sínu starfi.

Zico tók við landsliði Írak í lok ágúst 2011 og stýrði landsliðinu í 22 leikjum. Liðið náði 68 prósent árangri undir hans stjórn, vann 10, gerði 6 jafntefli og tapaði 6 leikjum. Síðasti leikurinn hans var 1-0 sigur á Jórdaníu í undankeppni HM.

Zico er einn farsælasti knattspyrnumaður Brasilíu en hann skoraði meðal annars 52 mörk í 72 landsleikjum frá 1976 til 1988.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×