Fótbolti

Eiður skoraði og valinn maður leiksins | Myndband

Eiður Smári Guðjohnsen var hetja Cercle Brugge í kvöld er hann skoraði eina mark leiksins gegn nágrannaliðinu, Club Brugge, í bikarkeppninni í kvöld.

Mark Eiðs kom á 7. mínútu leiksins og var glæsilegt. Eiður fór á kostum í leiknum og var kosinn maður leiksins.

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte Waregem rétt sluppu áfram er þeir lögðu Sporting Charleroi í vítaspyrnukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×