Erlent

Fjöldapóstur leiddi til truflana á skólastarfi

Leikarinn Nicholas Cage.
Leikarinn Nicholas Cage. MYND/AFP
Talsverðar truflanir urðu á skólastarfi í Háskólanum í New York á dögunum eftir að kerfisstjóri opnaði óvart fyrir skeytasendingar milli allra 40 þúsund nemenda skólans.

Farsinn hófst með skeyti frá háskólagjaldkera til nemenda þar sem spurningum um skattamál var svarað. Max nokkur Wiseltier, nemandi á öðru ári, ákvað að áframsenda póstinn til móður sinnar.

„Vilt þú fylla þetta út fyrir mig," skrifaði Max. Fyrir mistök smellti hann á hnappinn Svara öllum í stað Áframsenda. Fjörutíu þúsund manns fengu póstinn. Þegar Max áttaði sig á mistökunum sendi hann annað skeyti: „Afsakið."

Þetta var þó aðeins byrjunin á því sem stjórnendur skólans hafa nefnt Replyallcalypse.

Samnemendur Max áttuðu sig fljótt á þessum kerfisgalla. Á næstu klukkutímum og dögum bárust þúsundir skeyta. Mörg hver voru ákall um að loka fyrir sendingarnar.

David Vogelsang, stjórnandi á nemendaskrifstofu, axlaði ábyrgð á mistökunum. „Ég aðstoðaði gjaldkerann með skeytið og áttaði mig ekki á að póstlistinn sem ég notaði var gallaður."

Hér fyrir neðan má sjá nokkur af þeim fjölmörku skeytum sem bárust í pósthólf 40 þúsund háskólanema í New York:

„Getur einhver lánað mér blýant?"

„Jæja, hvernig líður öllum í dag?"

„VINSAMLEGAST HALDIÐ KJAFTI!"

„Hvort mynduð þið kjósa: Berjast við hundrað hesta sem eru á stærð við önd, eða eina önd á stærð við hest?"

Þá datt einum nemandi í hug að senda ljósmynd af leikaranum Nicholas Cage til samnemenda sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×