Fótbolti

Messi, Iniesta og Ronaldo berjast um Gullknöttinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alþjóðaknattspyrnusambandið tilkynnti í dag hverjir koma til greina sem knattspyrnukonur- og menn ársins 2012.

Lionel Messi, sem hlotið hefur nafnbótina síðustu þrjú árin, varð efstur í kosningunni ásamt liðsfélaga sínum hjá Barcelona, Andres Iniesta, og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid.

Bandarísku knattspyrnukonurnar Abby Wambach og Alex Morgan eru tilnefndar í kvennaflokki ásamt Mörtu frá Brasilíu. Japaninn Hoare Sawa hlaut nafnbótina í fyrra.

Aðrar tilnefningar

Þjálfari ársins - karlar

Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar

Jose Mourinho, Real Madrid

Pep Guardiola, Barcelona (hættur)

Þjálfari ársins - konur

Bruno Bini, franska landsliðið

Norio Sasaki, japanska landsliðið

Pia Sundhage, bandaríska landsliðið

Mark ársins

Miroslav Stoch, Fenerbahce

Radamel Falcao, Atletico Madrid

Neymar, Santos

Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá öll mörkin sem komu til greina sem mörk ársins áður en fjöldi þeirra var skorinn niður í þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×