Fótbolti

Messi og félögum tókst ekki að skora í Sádí-Arabíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/AFP
Argentína og Sádí-Arabía gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik í Riyadh í kvöld en það dugði ekki argentínska liðinu að tefla fram þeim Lionel Messi og Sergio Agüero saman í fremstu línu. Sádí-Arabía tapaði 5-0 á móti Heims- og Evrópumeisturum Spánar í september síðastliðnum en náði miklu betri úrslitum í kvöld.

Bandaríkjamenn náðu 2-2 jafntefli í Rússlandi í dag þar sem Mix Diskerud skoraði jöfnunarmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma. Fedor Smolov kom Rússlandi í 1-0 á 9. mínútu í sínum fyrsta landsleik en Michael Bradley jafnaði á 76. mínútu. Roman Shirokov kom Rússum í 2-1 með marki úr víti á 84. mínútu og það stefndi í að það yrði sigurmarkið en annað kom á daginn. Rússar eru hinsvegar áfram taplausir undir stjórn Ítalans Fabio Capello.

Varnarmaðurinn Robert Cornthwaite skoraði sigurmark Ástralíu á 87. mínútu í 2-1 sigri á Suður-Kóreu en Dong-Gook Lee kom Kóreumönnum í 1-0 á 12. mínútu áður en Nikita Rukavytsya jafnaði rétt fyrir hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×