Fótbolti

Zlatan um draumamarkið sitt: Ég veit ekki hvað ég var að hugsa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic fagnar í kvöld.
Zlatan Ibrahimovic fagnar í kvöld. Mynd/AFP
Zlatan Ibrahimovic skoraði öll fjögur mörk Svía í 4-2 sigri á Englendingum í kvöld í fyrsta leiknum sem er spilaður á nýja Friends Arena leikvanginum í Solna í Stokkhólmi. Fjórða og síðasta mark Zlatans var algjört augnakonfekt og í huga margra komið í hóp bestu marka allra tíma.

„Ég veit ekki hvað ég hvað að hugsa. Hvernig getur maður skorað svona mark í vináttulandsleik," sagði

Zlatan Ibrahimovic við TV4 eftir leikinn.

„Þessi sigur er mikilvægur fyrir okkur og gefur okkur sjálfstraust fyrir framhaldið," bætti Zlatan við.

Hann hefur nú skorað 39 mörk í 85 landsleikjum þar af átta mörk í átta landsleikjum á árinu 2012 og 14 mörk í 19 landsleikjum frá 2011 til 2012.

Zlatan er nú kominn upp í þriðja sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Svía frá upphafi en hann fór í kvöld upp fyrir Henrik Larsson sem skoraði 37 mörk frá 1993 til 2009.

Sven Rydell (1921–1932) er markahæstur með 49 mörk og Gunnar Nordahl (1942–1948) er í öðru sæti með 43 mörk eða fjórum mörkum meira en Zlatan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×