Fótbolti

Guðlaugur Victor skoraði í sigri Nijmegen

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Guðlaugur Victor Pálsson skoraði annað marka NEC Nijmegen sem vann 2-1 útisigur á Groningen í efstu deild hollensku knattspyrnunnar í dag. Þetta var fyrsta mark Guðlaugs Victors fyrir hollenska félagið.

Heimamenn komust yfir snemma leiks en Guðlaugur Victor jafnaði metin á 65. mínútu. Sigurmark gestanna kom á lokamínútu leiksins.

Guðlaugur Victor hefur farið vel af stað með Nijmegen en hann er í árs láni hjá hollenska félaginu frá bandaríska liðinu New York Red Bulls. Þetta var þriðji leikurinn hans í röð í byrjunarliðinu en liðið hefur fengið sjö stig af níu mögulegum í þeim.

Nijmegen er í 7. sæti deildarinnar með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×