Fótbolti

Babel: Of mörg stór nöfn í City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Babel í leiknum gegn City.
Babel í leiknum gegn City. Nordic Photos / Getty Images
Ryan Babel, leikmaður Ajax, segir að leikmenn Manchester City virðist frekar vera reiðubúnir að rífast en að standa saman og berjast.

Liðin mætast í Manchester í kvöld en liðin eru í D-riðli Meistaradeildar Evrópu ásamt Real Madrid og Dortmund. Ajax vann góðan 3-1 sigur á City í síðustu umferð en fyrir vikið þarf City nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.

„Leikurinn gegn City í síðustu viku var skýrt dæmi um leik liðsheildar gegn hópi einstaklinga," sagði Babel við enska fjölmiðla.

„Við tókum eftir því hversu fljótt þeir urðu pirraðir í leiknum. Þeir fóru að beina reiði sinni gegn samherjum sínum og er það hættan þegar svo mörg stór nöfn og stór egó eru í sama liðinu."

„Þeir virðast ekki vera tilbúnir að standa saman og berjast þegar að liðið lendir í mótlæti."

„De Boer [stjóri Ajax] leggur alltaf mikla áherslu að við getum unnið bestu lið heims með því að spila góðan fótbolta. Okkur mistókst gegn Real Madrid en þá var sigurinn gegn Manchester City þeim mun sætari."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×