Fótbolti

Systur Hulk rænt í Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Lögreglan í Brasilíu rannsaka nú staðhæfingar um að systur knattspyrnumannsins Hulk hafi verið rænt.

Hennar hefur verið saknað síðan á mánudaginn en síðast sást til hennar þegar hún fór af veitingastað í borginni Campina Grande.

Sá sem var með henni á veitingahúsinu segir að henni hafi verið rænt en svo virðist sem að erfitt að sé að færa sönnur á það.

„Hennar er saknað en það sá enginn þegar henni var rænt. En við erum að skoða þetta mál," sagði fulltrúi lögreglunnar. „Það eru ýmsar vísbendingar um að þetta sé mannrán en við vitum ekki það ekki fyrir víst."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ættingjum þekktra knattspyrnumanna er rænt í Brasilíu. Föður Romario var rænt árið 1994 og mæðrum þeirra Robinho (2004) og Luis Fabiano (2005).

Hulk gekk til liðs við Zenit St. Pétursborg í Rússlandi í september síðastliðnum en félagið greiddi tæpar 40 milljónir punda fyrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×