Norðmenn setja milljarða í að undirbúa olíuvinnslu við Jan Mayen Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2012 09:00 Kortið sýnir hvernig hagsmunir Íslands og Noregs tvinnast saman á Jan Mayen-svæðinu. Norsk stjórnvöld áforma að verja nærri þremur milljörðum íslenskra króna, 130 milljónum norskra króna, á næsta ári til að undirbúa tvö ný svæði til olíuvinnslu. Þetta eru Jan Mayen-svæðið og sá hluti Barentshafs sem er vestan lögsögumarkanna við Rússland. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Noregs fyrir árið 2013 sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytisins segir að áætlað sé að nota fjármunina til kortlagningar, hljóðbylgjumælinga og annarra jarðfræðirannsókna á umræddum hafsvæðum. Þetta er álíka fjárhæð og farið hefur í þessar rannsóknir undanfarin ár en þær leiddu meðal annars til þess að staðfesting fékkst um olíu í íslenskri lögsögu í fyrra. Fyrir áform íslenskra stjórnvalda að opna Drekasvæðið til olíuvinnslu teljast það góð tíðindi hversu þunga áherslu Norðmenn leggja á Jan Mayen-svæðið. Rannsóknir þeirra við eyjuna hafa verið gerðar í samstarfi við Íslendinga og náð inn í samvinnusvæðið Íslandsmegin. Rannsóknir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum auka þekkingu á öllu svæðinu og beina sjónum olíuiðnaðarins jafnframt að þeim hluta sem tilheyrir Íslandi. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, segir að Stórþingið hafi í haust samþykkt metnaðarfulla olíuvinnsluáætlun, sem feli í sér að framleiðsla Norðmanna verði áfram stöðug og mikil um komandi ár. Ef þau áform eigi að rætast sé nauðsynlegt að opna ný svæði til olíuvinnslu. „Þegar er hafið opnunarferli á hafsvæði Noregs við Jan Mayen og mikilvægt er að kortleggja hvaða tækifæri þar eru til olíu- og gasvinnslu," segir ráðherrann í yfirlýsingu. „Það tekur langan tíma frá því svæði er opnað til olíuleitar þangað til búast má við að vinnsla hefjist. Því er ríkisstjórnin komin vel á veg í opnunarferli á norskum hafsvæðum við Jan Mayen og í suðausturhluta Barentshafs. Ný fjárveiting til jarðfræðirannsókna við Jan Mayen og í Barentshafi er mikilvæg til að standa vörð um norska hagsmuni og til að greina möguleika á olíu og gasi," segir olíumálaráðherrann. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Norsk stjórnvöld áforma að verja nærri þremur milljörðum íslenskra króna, 130 milljónum norskra króna, á næsta ári til að undirbúa tvö ný svæði til olíuvinnslu. Þetta eru Jan Mayen-svæðið og sá hluti Barentshafs sem er vestan lögsögumarkanna við Rússland. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Noregs fyrir árið 2013 sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytisins segir að áætlað sé að nota fjármunina til kortlagningar, hljóðbylgjumælinga og annarra jarðfræðirannsókna á umræddum hafsvæðum. Þetta er álíka fjárhæð og farið hefur í þessar rannsóknir undanfarin ár en þær leiddu meðal annars til þess að staðfesting fékkst um olíu í íslenskri lögsögu í fyrra. Fyrir áform íslenskra stjórnvalda að opna Drekasvæðið til olíuvinnslu teljast það góð tíðindi hversu þunga áherslu Norðmenn leggja á Jan Mayen-svæðið. Rannsóknir þeirra við eyjuna hafa verið gerðar í samstarfi við Íslendinga og náð inn í samvinnusvæðið Íslandsmegin. Rannsóknir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum auka þekkingu á öllu svæðinu og beina sjónum olíuiðnaðarins jafnframt að þeim hluta sem tilheyrir Íslandi. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, segir að Stórþingið hafi í haust samþykkt metnaðarfulla olíuvinnsluáætlun, sem feli í sér að framleiðsla Norðmanna verði áfram stöðug og mikil um komandi ár. Ef þau áform eigi að rætast sé nauðsynlegt að opna ný svæði til olíuvinnslu. „Þegar er hafið opnunarferli á hafsvæði Noregs við Jan Mayen og mikilvægt er að kortleggja hvaða tækifæri þar eru til olíu- og gasvinnslu," segir ráðherrann í yfirlýsingu. „Það tekur langan tíma frá því svæði er opnað til olíuleitar þangað til búast má við að vinnsla hefjist. Því er ríkisstjórnin komin vel á veg í opnunarferli á norskum hafsvæðum við Jan Mayen og í suðausturhluta Barentshafs. Ný fjárveiting til jarðfræðirannsókna við Jan Mayen og í Barentshafi er mikilvæg til að standa vörð um norska hagsmuni og til að greina möguleika á olíu og gasi," segir olíumálaráðherrann.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira