Norðmenn setja milljarða í að undirbúa olíuvinnslu við Jan Mayen Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2012 09:00 Kortið sýnir hvernig hagsmunir Íslands og Noregs tvinnast saman á Jan Mayen-svæðinu. Norsk stjórnvöld áforma að verja nærri þremur milljörðum íslenskra króna, 130 milljónum norskra króna, á næsta ári til að undirbúa tvö ný svæði til olíuvinnslu. Þetta eru Jan Mayen-svæðið og sá hluti Barentshafs sem er vestan lögsögumarkanna við Rússland. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Noregs fyrir árið 2013 sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytisins segir að áætlað sé að nota fjármunina til kortlagningar, hljóðbylgjumælinga og annarra jarðfræðirannsókna á umræddum hafsvæðum. Þetta er álíka fjárhæð og farið hefur í þessar rannsóknir undanfarin ár en þær leiddu meðal annars til þess að staðfesting fékkst um olíu í íslenskri lögsögu í fyrra. Fyrir áform íslenskra stjórnvalda að opna Drekasvæðið til olíuvinnslu teljast það góð tíðindi hversu þunga áherslu Norðmenn leggja á Jan Mayen-svæðið. Rannsóknir þeirra við eyjuna hafa verið gerðar í samstarfi við Íslendinga og náð inn í samvinnusvæðið Íslandsmegin. Rannsóknir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum auka þekkingu á öllu svæðinu og beina sjónum olíuiðnaðarins jafnframt að þeim hluta sem tilheyrir Íslandi. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, segir að Stórþingið hafi í haust samþykkt metnaðarfulla olíuvinnsluáætlun, sem feli í sér að framleiðsla Norðmanna verði áfram stöðug og mikil um komandi ár. Ef þau áform eigi að rætast sé nauðsynlegt að opna ný svæði til olíuvinnslu. „Þegar er hafið opnunarferli á hafsvæði Noregs við Jan Mayen og mikilvægt er að kortleggja hvaða tækifæri þar eru til olíu- og gasvinnslu," segir ráðherrann í yfirlýsingu. „Það tekur langan tíma frá því svæði er opnað til olíuleitar þangað til búast má við að vinnsla hefjist. Því er ríkisstjórnin komin vel á veg í opnunarferli á norskum hafsvæðum við Jan Mayen og í suðausturhluta Barentshafs. Ný fjárveiting til jarðfræðirannsókna við Jan Mayen og í Barentshafi er mikilvæg til að standa vörð um norska hagsmuni og til að greina möguleika á olíu og gasi," segir olíumálaráðherrann. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Norsk stjórnvöld áforma að verja nærri þremur milljörðum íslenskra króna, 130 milljónum norskra króna, á næsta ári til að undirbúa tvö ný svæði til olíuvinnslu. Þetta eru Jan Mayen-svæðið og sá hluti Barentshafs sem er vestan lögsögumarkanna við Rússland. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Noregs fyrir árið 2013 sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytisins segir að áætlað sé að nota fjármunina til kortlagningar, hljóðbylgjumælinga og annarra jarðfræðirannsókna á umræddum hafsvæðum. Þetta er álíka fjárhæð og farið hefur í þessar rannsóknir undanfarin ár en þær leiddu meðal annars til þess að staðfesting fékkst um olíu í íslenskri lögsögu í fyrra. Fyrir áform íslenskra stjórnvalda að opna Drekasvæðið til olíuvinnslu teljast það góð tíðindi hversu þunga áherslu Norðmenn leggja á Jan Mayen-svæðið. Rannsóknir þeirra við eyjuna hafa verið gerðar í samstarfi við Íslendinga og náð inn í samvinnusvæðið Íslandsmegin. Rannsóknir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum auka þekkingu á öllu svæðinu og beina sjónum olíuiðnaðarins jafnframt að þeim hluta sem tilheyrir Íslandi. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, segir að Stórþingið hafi í haust samþykkt metnaðarfulla olíuvinnsluáætlun, sem feli í sér að framleiðsla Norðmanna verði áfram stöðug og mikil um komandi ár. Ef þau áform eigi að rætast sé nauðsynlegt að opna ný svæði til olíuvinnslu. „Þegar er hafið opnunarferli á hafsvæði Noregs við Jan Mayen og mikilvægt er að kortleggja hvaða tækifæri þar eru til olíu- og gasvinnslu," segir ráðherrann í yfirlýsingu. „Það tekur langan tíma frá því svæði er opnað til olíuleitar þangað til búast má við að vinnsla hefjist. Því er ríkisstjórnin komin vel á veg í opnunarferli á norskum hafsvæðum við Jan Mayen og í suðausturhluta Barentshafs. Ný fjárveiting til jarðfræðirannsókna við Jan Mayen og í Barentshafi er mikilvæg til að standa vörð um norska hagsmuni og til að greina möguleika á olíu og gasi," segir olíumálaráðherrann.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira