Norðmenn setja milljarða í að undirbúa olíuvinnslu við Jan Mayen Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2012 09:00 Kortið sýnir hvernig hagsmunir Íslands og Noregs tvinnast saman á Jan Mayen-svæðinu. Norsk stjórnvöld áforma að verja nærri þremur milljörðum íslenskra króna, 130 milljónum norskra króna, á næsta ári til að undirbúa tvö ný svæði til olíuvinnslu. Þetta eru Jan Mayen-svæðið og sá hluti Barentshafs sem er vestan lögsögumarkanna við Rússland. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Noregs fyrir árið 2013 sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytisins segir að áætlað sé að nota fjármunina til kortlagningar, hljóðbylgjumælinga og annarra jarðfræðirannsókna á umræddum hafsvæðum. Þetta er álíka fjárhæð og farið hefur í þessar rannsóknir undanfarin ár en þær leiddu meðal annars til þess að staðfesting fékkst um olíu í íslenskri lögsögu í fyrra. Fyrir áform íslenskra stjórnvalda að opna Drekasvæðið til olíuvinnslu teljast það góð tíðindi hversu þunga áherslu Norðmenn leggja á Jan Mayen-svæðið. Rannsóknir þeirra við eyjuna hafa verið gerðar í samstarfi við Íslendinga og náð inn í samvinnusvæðið Íslandsmegin. Rannsóknir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum auka þekkingu á öllu svæðinu og beina sjónum olíuiðnaðarins jafnframt að þeim hluta sem tilheyrir Íslandi. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, segir að Stórþingið hafi í haust samþykkt metnaðarfulla olíuvinnsluáætlun, sem feli í sér að framleiðsla Norðmanna verði áfram stöðug og mikil um komandi ár. Ef þau áform eigi að rætast sé nauðsynlegt að opna ný svæði til olíuvinnslu. „Þegar er hafið opnunarferli á hafsvæði Noregs við Jan Mayen og mikilvægt er að kortleggja hvaða tækifæri þar eru til olíu- og gasvinnslu," segir ráðherrann í yfirlýsingu. „Það tekur langan tíma frá því svæði er opnað til olíuleitar þangað til búast má við að vinnsla hefjist. Því er ríkisstjórnin komin vel á veg í opnunarferli á norskum hafsvæðum við Jan Mayen og í suðausturhluta Barentshafs. Ný fjárveiting til jarðfræðirannsókna við Jan Mayen og í Barentshafi er mikilvæg til að standa vörð um norska hagsmuni og til að greina möguleika á olíu og gasi," segir olíumálaráðherrann. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Norsk stjórnvöld áforma að verja nærri þremur milljörðum íslenskra króna, 130 milljónum norskra króna, á næsta ári til að undirbúa tvö ný svæði til olíuvinnslu. Þetta eru Jan Mayen-svæðið og sá hluti Barentshafs sem er vestan lögsögumarkanna við Rússland. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Noregs fyrir árið 2013 sem nú er til umfjöllunar í Stórþinginu. Í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytisins segir að áætlað sé að nota fjármunina til kortlagningar, hljóðbylgjumælinga og annarra jarðfræðirannsókna á umræddum hafsvæðum. Þetta er álíka fjárhæð og farið hefur í þessar rannsóknir undanfarin ár en þær leiddu meðal annars til þess að staðfesting fékkst um olíu í íslenskri lögsögu í fyrra. Fyrir áform íslenskra stjórnvalda að opna Drekasvæðið til olíuvinnslu teljast það góð tíðindi hversu þunga áherslu Norðmenn leggja á Jan Mayen-svæðið. Rannsóknir þeirra við eyjuna hafa verið gerðar í samstarfi við Íslendinga og náð inn í samvinnusvæðið Íslandsmegin. Rannsóknir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum auka þekkingu á öllu svæðinu og beina sjónum olíuiðnaðarins jafnframt að þeim hluta sem tilheyrir Íslandi. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, segir að Stórþingið hafi í haust samþykkt metnaðarfulla olíuvinnsluáætlun, sem feli í sér að framleiðsla Norðmanna verði áfram stöðug og mikil um komandi ár. Ef þau áform eigi að rætast sé nauðsynlegt að opna ný svæði til olíuvinnslu. „Þegar er hafið opnunarferli á hafsvæði Noregs við Jan Mayen og mikilvægt er að kortleggja hvaða tækifæri þar eru til olíu- og gasvinnslu," segir ráðherrann í yfirlýsingu. „Það tekur langan tíma frá því svæði er opnað til olíuleitar þangað til búast má við að vinnsla hefjist. Því er ríkisstjórnin komin vel á veg í opnunarferli á norskum hafsvæðum við Jan Mayen og í suðausturhluta Barentshafs. Ný fjárveiting til jarðfræðirannsókna við Jan Mayen og í Barentshafi er mikilvæg til að standa vörð um norska hagsmuni og til að greina möguleika á olíu og gasi," segir olíumálaráðherrann.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira