Fótbolti

Arnór lék sinn fyrsta leik í rúma tvo mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór, lengst til vinstri, í leik með íslenska landsliðinu gegn Japan í febrúar á þessu ári.
Arnór, lengst til vinstri, í leik með íslenska landsliðinu gegn Japan í febrúar á þessu ári. Nordic Photos / Getty Images
Arnór Smárason kom inn á sem varamaður þegar að lið hans, Esbjerg, hafði betur gegn Álaborg í dönsku bikarkeppninni í gær.

Esbjerg komst áfram í fjórðungsúrslit keppninnar eftir sigur í vítaspyrnukeppni. Arnór skoraði eitt markanna en staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var markalaus.

Arnór spilaði síðast í dönsku úrvalsdeildinni þann 26. ágúst síðastliðinn en fram að því hafði hann spilað flesta leiki Esbjerg á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×