Fótbolti

Fékk langt bann fyrir agabrot

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Yann M'Vila má ekki spila með franska landsliðinu næstu tvö árin eftir að hann fór út að skemmta sér skömmu fyrir leik með U-21 landsliðinu.

Hann var einn fimm leikmanna sem skelltu sér út á lífið nokkrum dögum fyrir leik U-21 liðsins gegn Noreg í síðasta mánuði.

Öllum var refsað en M'Vila fékk lengra bann þar sem að hann hefur áður verið dæmdur í bann af franska sambandinu - þá fyrir að taka ekki í hönd varamannsins Olivier Grioud eftir að honum var skipt af velli í landsleik.

M'Vila á 22 leiki með A-landsliðið Frakka að baki en kemur ekki til greina í nein landslið fyrr en þann 1. júlí 2014.

Leikmennirnir fimm hafa nú frest í eina viku til að áfrýja úrskurðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×