Fótbolti

Freyr og Davíð Snorri þjálfa Leikni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freyr Eyjólfsson.
Freyr Eyjólfsson. Mynd/Ernir
1. deildarlið Leiknis hafa gengið frá þjálfaramálum fyrir næstu leiktíð en í dag var gengið frá ráðningu þeirra Freys Alexanderssonar og Davíðs Snorra Jónassyni.

Báðir eru uppaldir Leiknismenn en Freyr var síðast aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar hjá Val. Þar áður þjálfaði hann kvennalið Vals með góðum árangri. Freyr var þar að auki áður leikmaður og fyrirliði Leiknis.

Davíð Snorri er 25 ára og hefur þjálfað yngri flokka hjá Leikni, auk þess sem hann hefur verið í þjálfarateymi meistaraflokks.

Leiknir hafnaði í tíunda sæti 1. deildarinnar en var lengi vel framan af sumri í harðri fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×