Fótbolti

Hitzfeld verður ekki í banni í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ottmar Hitzfeld á blaðamannafundinum í gær.
Ottmar Hitzfeld á blaðamannafundinum í gær. Mynd/Anton
Ottmar Hitzfeld, þjálfari svissneska landsliðsins, verður ekki í leikbanni þegar að Ísland mætir Sviss á Laugardalsvellinum í kvöld.

Hitzfeld var ekki ánægður með dómara leiks sinna manna gegn Noregi á föstudagskvöldið og sýndi honum fingurinn í leiknum - tvívegis.

FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, tók málið upp og var um tíma jafnvel búist við því að Hitzfeld yrði dæmdur í leikbann. En nú er ljóst að aganefnd FIFA Mun ekki úrskurða í málinu fyrir leikinn í dag og því verður Hitzfeld heimilt að stýra liði sínu á Laugardalsvellinum.

Mikið hefur verið fjallað um málið í svissneskum fjölmiðlum síðustu daga en ekki var minnst á þetta einu orði á blaðamannafundi Hitzfeld á Grand Hótel í Reykjavík í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×