Fótbolti

Helgi Sigurðsson ráðinn til Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi í leik með Víkingi.
Helgi í leik með Víkingi. Mynd/Valli
Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fram í Pepsi-deild karla en hann kemur til félagsins frá Víkingi, þar sem hann var spilandi aðstoðarþjálfari.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Fram að Helgi verði í þriggja manna þjálfarateymi sem muni stýra meistaraflokki og 2. flokki.

Jóhann Ingi Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. flokks karla og munu þeir þrír skipa áðurnefnt þjálfarateymi. Markmiðið með þessu er að auka samstarf meistara- og 2. flokks.

Helgi sagði í samtali við Vísi að enn væri óákveðið hvort hann myndi spila með Fram eða ekki. „Það hefur bara ekki verið rætt," sagði hann. „Ég hef allavega ekki gefið út neina yfirlýsingu um að ég sé hættur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×