Fótbolti

Leik Englands og Póllands frestað

Ekki reyndist unnt að spila leik Póllands og Englands í undankeppni HM í kvöld vegna rigningar. Í fyrstu var leiknum seinkað og svo var honum frestað á endanum. Reynt verður að spila á morgun.

Leikurinn átti að fara fram á velli þar sem hægt er að loka þakinu en einhverra hluta vegna var það ekki gert. Rigningin komst því óhindruð á grasið með þessum afleiðingum.

Einhverjir leikmenn eiga að spila á föstudag með félagsliði sínu og því er ekki búið að staðfesta að leikurinn fari fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×