Fótbolti

Strákarnir hans Capello í banastuði

Capello á hliðarlínunni með Rússum.
Capello á hliðarlínunni með Rússum.
Rússar eru komnir með sex stiga forskot á toppi 6. riðils í undankeppni HM 2014 eftir nauman sigur, 1-0, á Aserbaijan í fyrsta leik dagsins í undankeppninni.

Það var Roman Shirokov sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok.

Rússar því búnir að vinna alla fjóra leiki sína í riðlinum og fara þeir afar vel af stað undir stjórn Ítalans, Fabio Capello.

Portúgal getur minnkað þetta forskot í þrjú stig með sigri á Norður-Írlandi síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×