Fótbolti

Birkir: Áttum skilið að fá eitt stig úr þessum leik

Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvellinum skrifar
„Þetta voru alls ekki sanngjörn úrslit í kvöld," sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn í kvöld.

Ísland tapaði fyrir Sviss, 2-0, í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli.

„Við vorum að spila virkilega vel í kvöld og hrikalegt að fá þetta fyrra mark á okkur, þetta var nokkuð erfitt eftir það."

„Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi í þessum leik og við sem réðum í raun ferðinni sóknarlega. Liðið skapaði sér fullt af færum sem við áttum að nýta betur."

„Við áttum sannarlega skilið að fá eitt stig hér í kvöld og 0-0 hefði verið fín úrslit."

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Birki með því að ýta hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×