Fótbolti

Dómarinn bað um mynd af sér með Messi í hálfleik | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stórfurðulegt atvik átti sér stað í leik Síle og Argentínu í undankeppni HM 2012. Áður en leikmenn gengu til búningsklefa að loknum fyrri hálfleik fékk dómarinn leyfi til að láta mynda sig með Lionel Messi, leikmanni Argentínu.

Argentína fagnaði sigri í leiknum, 2-1, og skoraði Messi eitt markanna í leiknum. Dómarinn, Nicolas Yegros, er frá Paragvæ og er greinilega mikill aðdáandi Messi.

Fjölmiðlar í Síle greina reyndar líka frá því að dómarinn hafi einnig látið taka mynd af sér með Alexis Sanchez, leikmanni Síle, en sá leikur með Barcelona - rétt eins og Messi.

Myndband af atvikinu má sjá með því að smella hér.

Fjórir leikir fóru fram í undankeppni HM 2014 í Suður-Ameríku í nótt en úrslit þeirra má sjá hér fyrir neðan. Argentína er á toppi riðílsins með 20 stig en fjögur efstu liðin komast beint inn á HM.

Úrslit næturinnar:

Bólivía - Úrúgvæ 4-1

Venesúela - Ekvador 1-1

Paragvæ - Perú 1-0

Síle - Argentína 1-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×