Fótbolti

UEFA kærir Serba og Englendinga

Einn leikmaður reynir hér að ræða við Rose.
Einn leikmaður reynir hér að ræða við Rose.
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ákærði í dag bæði Serba og Englendinga fyrir lætin sem urðu eftir leik U-21 árs liða þeirra í gær.

Það sauð allt upp úr í lokin þegar Danny Rose, leikmaður Englendinga, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni.

Menn tókust hraustlega á og hermt er að menn hafi verið kýldir og skallaðir í göngunum á leið til klefa.

Englendingar vilja að Serbum verði refsað grimmilega fyrir kynþáttaníðið sem átti sér stað á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×