Erlent

Árásin í Benghazi var hryðjuverk

Christopher Stevens, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu, lést í árásinni.
Christopher Stevens, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu, lést í árásinni. mynd/AP
Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum.

Yfirvöld í Bandaríkjunum staðhæfðu í fyrstu að árásin hefði ekki verið skipulögð heldur afleiðing áróðursmyndar sem stefnt var gegn múslímum.

Nú hafa yfirvöld staðfest að upplýsingar bárust stuttu eftir árásina að múslímskir öfgamenn hafi staðið að baki árásinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×