Íslenski boltinn

Áhorfendum í Pepsi-deildinni fækkaði annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út upplýsingar um áhorfendaaðsókn á leiki Pepsi-deildar karla í sumar og þar kemur í ljós að áhorfendum fækkaði annað sumarið í röð. Alls mættu 136.470 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 1.034 áhorfendur að meðaltali á hvern leik.

Þetta eru færri en mættu á leiki árið 2011 en þá voru 1.122 áhorfendur að meðaltali á leikjum Pepsi-deildar sem var líka fækkun frá árinu á undan þegar það mættu 1.205 áhorfendur að meðaltali á leik.

Flestir mættu að jafnaði á heimaleiki Íslandsmeistara FH eða 1.595 að meðaltali á leik. Næstflestir komu á KR völlinn eða 1.452 að meðaltali á hvern leik. Helmingur félaganna 12 fengu fleiri en 1.000 áhorfendur að meðaltali á leiki sína. Flestir mættu á útileiki hjá KR, 1.475 að meðaltali og næstflestir á útileiki hjá ÍA, 1.337.

Flestir áhorfendur mættu á leik ÍA og KR í 2. umferð mótsins en þann leik sáu 3.054 áhorfendur. Fæstir voru hinsvegar á leik Grindavíkur og KR í 20. umferð, 202 áhorfendur. Besta aðsóknin var á leiki í 1. umferð þegar það mættu 10.439 á leikina sex en fæstir mættu á leiki 20. umferðar, 4.099 áhorfendur.

Meðalaðsókn á heimaleiki félaganna:

FH 1595,4

KR 1452,0

ÍA 1280,3

Valur 1194,1

Breiðablik 1168,4

Fylkir 1012,5

Fram 905,0

Keflavík 855,7

Stjarnan 855,5

Selfoss 822,0

ÍBV 659,7

Grindavík 605,9

Meðalaðsókn undanfarin ár:

2000 899

2001 1076

2002 996

2003 1025

2004 1026

2005 1070

2006 1089

2007 1329

2008 1106

2009 1029

2010 1205

2011 1122

2012 1034




Fleiri fréttir

Sjá meira


×