Íslenski boltinn

Bjarni nýr þjálfari KA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða KA
Bjarni Jóhannsson hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðs KA en það var tilkynnt á blaðamannafundi nú síðdegis.

Bjarni kemur til KA frá Stjörnunni þar sem hann hefur verið í fimm ár. Hann kom Garðbæingum upp úr 1. deildinni á sínum tíma og festi liðið í sessi í efstu deild.

KA hafnaði í fjórða sæti 1. deildarinnar í ár en félagið hefur nú tekið stefnu á að komast upp í Pepsi-deild karla.

Í dag var einnig tilkynnt að Hallgrímur Mar Steingrímsson hafi framlengt samning sinn við KA um tvö ár. Hann kom til KA frá Völsungi árið 2008.

„Mér líst mjög vel á Bjarna," sagði Hallgrímur í viðtali á heimasíðu KA. „Hann er góður þjálfari með mikla reynslu og gerði frábæra hluti með Stjörnunni. Vonandi verður það sama upp á teningnum hjá KA."

Hér má sjá fréttatilynningu á heimasíðu KA um ráðningu Bjarna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×