Íslenski boltinn

Guðjóni sagt upp störfum í Grindavík | Milan Stefán tekur við

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. Daníel
Guðjóni Þórðarsyni var í kvöld sagt upp störfum hjá Grindavík en undir hans stjórn féll knattspyrnuliðið úr Pepsi-deild karla. Samkvæmt heimildum Vísis mun Milan Stefan Jankovic taka við þjálfun liðsins en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í sumar og hann hefur mikla reynslu af þjálfun liðsins. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn knattspyrnudeildar Grindavíkur né Guðjón. Guðjón gerði þriggja ára samning við Grindvíkinga s.l. haust eftir að hann hafði þjálfað lið BÍ/ Bolungarvíkur í 1. deild. Guðjón hefur þjálfað fjölmörg félagslið hér á landi og erlendis; og má þar nefna ÍA, KA, KR, BÍ/Bolungarvík, Stoke, Start í Noregi, Barnsley, Notts County og Crewe.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×