Innlent

Lady Gaga lent

Vél Lady Gaga er lent á Reykjavíkurflugvelli. Hún lenti klukkan korter yfir sjö. Töluvert umstang er í kringum Reykjavíkurflugvöll vegna komunnar en þar eru tollverðir og þá hefur fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis orðið var við lífverði á vellinum.

Eins og fram hefur komið er Lady Gaga komin hingað til lands til að taka á móti friðarverðlaunum úr Lennon/Ono sjóðnum. Athöfnin mun fara fram í Hörpu á morgun en auk Lady Gaga munu fjórir aðrir taka við verðlaununum.

Þeirra á meðal er eiginmaður einnar úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot og foreldrar Rachel Corrie, sem lést þegar hún varð fyrir skriðdreka í Palestínu.

Sé smellt á hlekkinn hér að neðan má sjá fjöldi mynda sem Daníel Rúnarsson tók af Lady Gaga og föruneyti hennar við komuna til landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×