Enski boltinn

Roy Keane á leið til Tyrklands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Keane, til hægri, með Martin O'Neill.
Roy Keane, til hægri, með Martin O'Neill. Nordic Photos / Getty Images
Roy Keane, sem um tíma var orðaður við þjálfarastöðu íslenska landsliðsins, mun vera á leið til Tyrklands.

Keane er í enskum fjölmiðlum í dag sagður næsti knattspyrnustjóri Kasimpasa sem er í öðru sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar sem stendur.

Kasimpasa er reyndar nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni en nýir eigendur munu hafa áhuga á að fá alþjóðlega stjörnu á borð við Keane til að taka við liðinu.

Keane, 41 árs, gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United á árum áður en var síðast knattspyrnustjóri Ipswich. Hann var rekinn þaðan í janúar á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×