Enski boltinn

Gerrard: Það þarf kraftaverk svo ég verði einn daginn meistari með Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Enski knattspyrnumaðurinn Steven Gerrard telur að það þurfi kraftaverk svo hann verði einhvern daginn ensku meistari með Liverpool á sínum ferli.

Gerrerd telur að félagið hafi misst af lestinni í baráttunni um efstu sætin fjögur undanfarinn ár og eigi langt í land til að verða samkeppnishæfir við stórum klúbbana.

„Það verður erfitt að enda í efstu fjórum sætunum á þessum tímabili en þó það takist þá verð ég samt sem áður orðin 33 í lok tímabilsins. Það er ekki mikið eftir af mínum ferli og ólíklegt að ég verði einn daginn ensku meistari með Liverpool."

„Við enduðum í áttunda sæti á síðasta tímabili en ef allt gengur upp í ár og liðið nær að halda haus allt tímabilið getum við endað sem eitt af efstu fjórum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×