Fótbolti

Emile Heskey fann sér lið í Ástralíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emile Heskey.
Emile Heskey. Mynd/AFP
Emile Heskey, fyrrum framherji Aston Villa, Liverpool og enska landsliðsins, er búinn að finna sér nýtt félag hinum megin á hnettinum. Heskey gerði eins árs samning við ástralska úrvalsdeildarfélagið Newcastle Jets.

Heskey er 34 ára gamall og hefur verið án félags síðan að samningur hans við Aston Villa rann út í sumar. Hann mun spila í framlínu Newcastle Jets ásamt Michael Bridges sem lék á sínum tíma með Leeds.

Heskey lék á sínum tíma 62 landsleiki fyrir Englendinga en hann vann einnig nokkra titla á fimm árum sínum í Liverpool. Hann fékk tilboð frá liðum á Englandi en ákvað frekar að skella sér til Ástralíu.

Heskey er annað þekkta nafnið sem semur við lið í áströlsku deildinni á síðustu dögum því Ítalinn Alessandro Del Piero mun spila í Sydney á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×