Fótbolti

Steinþór skoraði í tapleik

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mark Steinþórs dugði skammt.
Mark Steinþórs dugði skammt. MYND / HEIMASÍÐA SANDNES ULF
Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði seinna mark Sandnes í 3-2 tapi gegn Haugesund en alls léku sjö íslenskir knattspyrnumenn með liðum sínum í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Steinþór Freyr kom Sandnes í 2-1 gegn Haugesund á 38. mínútu en Arnór Ingvi Traustason var einnig í byrjunarliði Sandnes. Óskar Örn Hauksson kom inn á sem vara maður á 56. mínútu fyrir Arnór. Andrés Már Jóhannesson lék allan leikinn fyrir Haugesund sem vann 3-2 sigur. Haugesund er í sjöunda sæti með 34 stig þegar sjö umferðir eru eftir en Sandnes er í 15. og næst neðsta sæti með 21 stig, tveimur stigum á eftir Sogndal og þremur stigum á eftir Fredrikstad í öruggu sæti.

Stabæk er í neðsta sæti deildarinnar með 13 stig og tapaði 1-0 fyrir Fredrikstad á heimavelli. Bjarni Ólafur Eiríksson, Elfar Freyr Helgason og Veigar Páll Gunnarsson léku allir allan leikinn en ekkert virðist geta forðað liðinu frá falli.

Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir Brann sem lyfti sér upp í fjórða sæti deildarinnar með góðum 2-1 sigri á Rosenborg. Rosenborg hefði getað komist á toppinn með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×