Enski boltinn

Cole hafnaði samningstilboði Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt frétt ESPN mun Ashley Cole hafa hafnað samningstilboði frá Chelsea en núverandi samningur hans rennur út í lok tímabilsins.

Chelsea mun hafa boðið Cole eins árs framleningu á samningi sínum en Cole er sagður vilja lengri samning. Cole er 31 árs gamall.

„Það er stefna félagsins að bjóða leikmönnum sem eru yfir þrítugt skammtímasamninga," sagði ónefndur heimildamaður í frétt ESPN.

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, sagði um helgina að hann væri vongóður um að farsæl lausn myndi finnast á samningamálum Cole innan tíðar. Cole hefur verið orðaður við PSG í Frakklandi en honum verður frjálst að semja við önnur félög strax í janúar, skrifi hann ekki undir nýjan samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×