Enski boltinn

Twitter-níðingur fékk áminningu hjá lögreglu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
John Wareing, 27 ára stuðningsmaður Liverpool, fékk heimsókn frá lögreglunni á dögunum þar sem hann fékk formlega viðvörun vegna ummæla sinna á Twitter á dögunum.

Wareing var ósáttur við ákvörðun dómarans Mark Halsey sem rak Jonjo Shelvey af velli í leik Liverpool gegn Manchester United um helgina.

„Ég vona að Mark Halsey fái krabbamein og deyi," skrifaði Wareing á Twitter-síðuna sína en fyrir fáeinum árum greindir Halsey með krabbamein í hálsi.

Fulltrúi lögreglunnar sagði að embættið tæki svona mál föstum tökum og að Wareing hafi bæði viðurkennt sök og iðrast gjörða sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×