Enski boltinn

Rodgers vonast til að geta notað Agger og Borini

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er bjartsýnn á að þeir Daniel Agger og Fabio Borini geti báðir spila með liðinu gegn Norwich um helgina.

Báðir meiddust í leik liðsins gegn Manchester United um síðustu helgi, rétt eins og Martin Kelly sem sleit krossband í hné og verður því frá í langan tíma.

Í fyrstu var óttast að Agger myndi vera frá í einhverja mánuði en svo alvarleg reyndust meiðsli hans ekki vera. „Daniel á góðan möguleika á að spila og Fabio á helmingslíkur á að ná leiknum," sagði Rodgers sem harmaði einnig meiðsli Kelly.

„Við óskum honum alls hins besta. Hann hefur reynst mér afar vel síðan ég kom til félagsins og því var afar óheppilegt að hann skyldi meiðast. Ef hann spilar aftur á tímabilinu verður það aðeins í síðustu leikjunum."

Rodgers sagði einnig að Brasilíumaðurinn Lucas væri á batavegi eftir að hafa meiðst fyrr á tímabilinu. „Hann á enn nokkuð í land en honum gengur mjög vel. Vonandi getur hann byrjað að spila fyrr en síðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×