Enski boltinn

Kean loksins hættur hjá Blackburn

Stuðningsmenn Blackburn gráta krókódílatárum í kvöld.
Stuðningsmenn Blackburn gráta krókódílatárum í kvöld.
Hinn afar umdeildi þjálfari Blackburn Rovers, Steve Kean, er búinn að segja upp störfum hjá félaginu. Stuðningsmönnum eflaust til ómældrar gleði.

Kean segist hafa neyðst til þess að hætta þar sem staða hans innan félagsins hafi verið óásættanleg.

Fregnir bárust um helgina að viðræður væru í gangi við Kean um stöðu hans og sögðu forráðamenn félagsins að þær hefðu gengið vel. Því var Kean ekki sammála þar sem hann er hættur.

Kean féll með Blackburn úr úrvalsdeildinni í fyrra en hefur gengið vel í 1. deildinni í vetur þar sem liðið er í þriðja sæti.

Stuðningsmenn Blackburn höfðu horn í síðu Kean allan hans feril og stóðu fyrir endalausum mótmælum gegn honum á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×