Enski boltinn

Nani reyndi að kýla varaliðsleikmann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Portúgalinn Nani hafi komið sér í vandræði hjá félagi sínu, Manchester United.

Nani mun hafa rifist heiftarlega við Davide Petrucci, tvítugan varaliðsleikmann hjá United, og reynt að kýla hann áður en liðsfélagar þeirra stíuðu þeim í sundur.

Atvikið átti sér stað á æfingasvæði United og ef rétt reynist er ljóst að atvikið verður ekki til þess að styrkja stöðu Nani hjá félaginu.

Hann hefur átt í viðræðum við United um nýjan samning en félagið hefur þegar hafnað launakröfum hans. Það er ljóst að þetta atvik mun ýta undir sögusagnir um að hann sé á leið frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×