Fótbolti

Kári getur ekki spilað á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári fagnar marki sínu gegn Norðmönnum.
Kári fagnar marki sínu gegn Norðmönnum. mynd/vilhelm
Kári Árnason mun ekki geta leikið með íslenska landsliðinu gegn Kýpur ytra á morgun. Þetta staðfesti Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari við Vísi í dag.

Kári meiddist í fyrri hálfleik gegn Noregi og varð að fara af velli snemma í þeim síðari. Hann er ekki búinn að ná sér góðum.

"Það er vont að missa Kára út enda stóð hann sig vel. Við erum ekki búnir að taka ákvörðun um hver kemur inn í hans stað," sagði Lagerbäck.

Sölvi Geir Ottesen leysti Kára af hólmi gegn Noregi og spilaði frábærlega.

Líklegt verður að teljast að hann komi inn í liðið núna og spili við hlið félaga síns hjá FCK, Ragnari Sigurðssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×