Fótbolti

Létt yfir strákunum í göngutúr á Kýpur - myndir

Færa sig takk. Það gekk ekki áfallalaust að ná hópmynd af strákunum á göngunni í morgum. Þeir höfðu þó gaman af trufluninni eins og sjá má.
Færa sig takk. Það gekk ekki áfallalaust að ná hópmynd af strákunum á göngunni í morgum. Þeir höfðu þó gaman af trufluninni eins og sjá má. myndir/facebooksíða KSÍ
Strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu eru klárir fyrir leikinn í kvöld og skelltu sér í göngu í góða veðrinu á Kýpur í morgun.

Það er um 40 stiga hiti á Kýpur en verður líklega "aðeins" um 30 gráður er leikurinn fer fram í kvöld. Hann hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma.

KSÍ birtir á Facebook-síðu sinni í dag skemmtilegar myndir af strákunum sem má sjá með þessari frétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×