Enski boltinn

Framherji Southampton keyrði fullur og missti ökuskirteinið í ár

Framherji Southampton, Guly do Prado, þarf að fá fær á æfingar hjá félögum sínum næsta árið enda búinn að missa ökuskírteinið sitt í heilt ár.

Do Prado var tekinn ölvaður undir stýri í lok síðasta mánaðar og hefur viðurkennt brot sitt. Atvikið átti sér stað klukkan 4.30 aðfararnótt sunnudags.

Þegar framherjinn þrítugi var látinn blása kom í ljós að hann var langt yfir leyfilegum mörkum.

Southampton segist þegar vera búið að aga leikmanninn en vill ekki gefa upp hver refsing hans er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×