Enski boltinn

Andy Johnson frá út tímabilið - krossbandið slitið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Johnson fer hér meiddur af velli í leik Queens Park Rangers og Chelsea.
Andy Johnson fer hér meiddur af velli í leik Queens Park Rangers og Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andy Johnson, framherji Queens Park Rangers, verður væntanlega ekki meira með liðinu á tímabilinu eftir að í ljós kom að hann sleit krossband í jafnteflinu á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Johnson er á sínu fyrsta tímabili með Queens Park Rangers eftir að hafa verið með lausan samning hjá Fulham í sumar. Johnson meiddist í fyrri hálfleik og var skipt útaf á 33. mínútu.

Queens Park Rangers tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að Andy Johnson hafi slitið krossband í leiknum og að hann verði líklega frá meirihluta tímabilsins.

Varnarmaðurinn Fabio da Silva meiddist einnig í fyrri hálfleik og verður frá í nokkrar vikur en Mark Hughes þurfti því að gera tvær breytingar fyrir hlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×