Enski boltinn

Joe Allen: Getan og gæðin eru til staðar hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Allen, miðjumaður Liverpool, segir að hlutirnir munu fara fljótlega að ganga betur hjá liðinu en Liverpool er án sigurs í fyrstu þremur umferðunum í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-1 jafntefli við Sunderland um helgina.

„Þetta mun smella hjá okkur. Við viljum ekki að byrja á því að koma með afsakanir og fara að tala um það að heppnin sé ekki með okkur. Það er samt ekki hægt að neita því að hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur," sagði Joe Allen í viðtali við Liverpool Echo.

„Móherjarnir þurfa bara eitt færi til að skora mark og á sama tíma gengur lítið hjá okkur. Ég er sannfærður um að hlutirnir fari að ganga og við getum farið að hlakka til þess þegar það gerist," sagði Allen.

„Við fengum nógu mörg færi á móti Sunderland til þess að vinna leikinn. Við stjórnuðum leiknum og það jákvæðasta við leikinn var liðsandinn sem við sýndum þegar við lentum undir. Í níu af hverjum tíu tilfellum dugar svona kraftur og stemmning til að vinna leikina," sagði Allen sem telur mikið búa í liðinu.

„Getan og gæðin eru til staðar hjá Liverpol," sagði Joe Allen. Það er hægt að sjá svipmyndir úr leik Sunderland og Liverpool með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×