Enski boltinn

Leikmaður City grunaður um að hafa valdið dauðaslysi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Courtney Meppen-Walter, leikmaður Manchester City, var handtekinn um helgina vegna gruns um að hann hafi valdið dauða tveggja einstaklinga með glæfraakstri.

Meppen-Walter er átján ára leikmaður varaliðs City og var ökumaður Mercedes-bifreiðar sem lenti í árekstri við Nissan Micra á laugardagskvöldið.

Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, 32 ára karlmaður, lést í slysinu sem og systir hans sem er 37 ára. Tveir synir hennar, 16 og 17 ára, voru í aftursætinu. Sá yngri er ekki í lífshættu en sá eldri fékk alvarlega höfuðáverka og er í lífshættu.

Meppen-Walter hefur verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. Hann gekk í raðir City árið 2010 en hefur ekki spilað með aðalliði félagsins. Hann hefur þó spilað reglulega með U-17 landsliði Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×