Fótbolti

Sviss líklegastir til sigurs í riðli Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xherdan Shaqiri í leik með landsliði Sviss.
Xherdan Shaqiri í leik með landsliði Sviss. Nordic Photos / Getty Images
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, telur að Sviss sé með besta liðið í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 og líklegast til að fara áfram í úrslitakeppnina í Brasilíu.

„Sviss er líklega með besta liðið eins og málin standa í dag," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í dag. Ísland mætir Noregi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2014 á morgun.

Auk áðurnefndra liða eru Albanía, Kýpur og Slóvenía í riðlinum. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var en Noregur í þeim efsta.

„Það sem er gott við þennan riðil - ekki bara fyrir Ísland - er að það er engin risaþjóð í riðlinum. Það er hægt að vinna alla leiki, með fullri virðingu fyrir hinum liðunum, hitti liðið á virkilega góðan dag."

Slóvenía leikur gegn Sviss á morgun og Albanir taka á móti Kýpverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×