Virkjanaframkvæmdir gætu hafist fyrir áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2012 19:06 Landsvirkjun stendur frammi fyrir því að hefja virkjanaframkvæmdir á Norðausturlandi þegar fyrir áramót, þrátt fyrir að nú stefni í að orkusamningar skýrist ekki endanlega fyrr en í vor. Tilboð í borun þriggja háhitahola í Bjarnarflagi voru opnuð í dag og bauð aðeins einn aðili í verkið. Landsvirkjun áformar smíði jarðvarmavirkjana bæði í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta orkuþörf stóriðju við Húsavík, og í dag voru opnuð tilboð í borun á allt að þremur háhitaholum. Búist var við minnst tveimur tilboðum en þegar frestur rann út hafði aðeins borist einn pakki, frá Jarðborunum, auk umslags með kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 1.551 milljón króna. Tilboð Jarðborana var upp á 1.141 milljón króna, 73,5 prósent af áætlun. Landsvirkjunarmenn voru kátir með niðurstöðuna. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir þá mjög ánægða með að tilboðið sem barst skyldi vera undir kostnaðaráætlun. Jarðboranir spara Landsvirkjun 410 milljónir króna, miðað við kostnaðaráætlun, en forstjóri Jarðborana, Ágúst Torfi Hauksson, neitaði því í viðtali á Stöð 2 að þeir væru svekktir. "Nei. við erum ekki svekktir með þetta. Við erum mjög áfram um það að framkvæmdir fari af stað á Íslandi og viljum gjarnan vera þátttakendur í því og erum bara mjög ánægðir með að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem vonandi fer af stað á þessu svæði," sagði Ágúst Torfi. Þótt tilboð sé nú komið í boranir ríkir óvissa um það hvenær virkjanaframkæmdir hefjast af alvöru í Þingeyjarsýslum. Orkusamningur Landsvirkjunar við þýska félagið PCC, sem hyggst reisa kísilverksmiðju á Bakka, er með fyrirvörum sem þarf ekki að aflétta fyrr en í maí. Óli Grétar segir að orkusamningurinn geri ráð fyrir afhendingu orkunnar í lok árs 2015. Framkvæmdatími virkjunar sé hins vegar í kringum 3 ár. Því þurfi að vinna í haginn og hugsanlega að taka ákvörðun um að ráðast þarna í virkjun í óvissu um að eftir eigi að fullnægja fyrirvörum. Óli Grétar segir að hugsanlega yrði að bjóða út vélbúnað í næsta eða þarnæsta mánuði. Forstjóri Jarðborana var spurður hvort nú væru að verða tímamót í verksögunni eftir hrun: "Gott er ef satt er. Þetta er nú ekki stórt útboð. Þetta eru 2-3 holur þannig að við skulum ekki tapa okkur í fagnaðarlátunum strax. En þetta er allavega spor í rétta átt og við hjá Jarðborunum fögnum því mjög að fá áhugaverð verkefni að glíma við á heimavelli." Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Landsvirkjun stendur frammi fyrir því að hefja virkjanaframkvæmdir á Norðausturlandi þegar fyrir áramót, þrátt fyrir að nú stefni í að orkusamningar skýrist ekki endanlega fyrr en í vor. Tilboð í borun þriggja háhitahola í Bjarnarflagi voru opnuð í dag og bauð aðeins einn aðili í verkið. Landsvirkjun áformar smíði jarðvarmavirkjana bæði í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta orkuþörf stóriðju við Húsavík, og í dag voru opnuð tilboð í borun á allt að þremur háhitaholum. Búist var við minnst tveimur tilboðum en þegar frestur rann út hafði aðeins borist einn pakki, frá Jarðborunum, auk umslags með kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 1.551 milljón króna. Tilboð Jarðborana var upp á 1.141 milljón króna, 73,5 prósent af áætlun. Landsvirkjunarmenn voru kátir með niðurstöðuna. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir þá mjög ánægða með að tilboðið sem barst skyldi vera undir kostnaðaráætlun. Jarðboranir spara Landsvirkjun 410 milljónir króna, miðað við kostnaðaráætlun, en forstjóri Jarðborana, Ágúst Torfi Hauksson, neitaði því í viðtali á Stöð 2 að þeir væru svekktir. "Nei. við erum ekki svekktir með þetta. Við erum mjög áfram um það að framkvæmdir fari af stað á Íslandi og viljum gjarnan vera þátttakendur í því og erum bara mjög ánægðir með að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem vonandi fer af stað á þessu svæði," sagði Ágúst Torfi. Þótt tilboð sé nú komið í boranir ríkir óvissa um það hvenær virkjanaframkæmdir hefjast af alvöru í Þingeyjarsýslum. Orkusamningur Landsvirkjunar við þýska félagið PCC, sem hyggst reisa kísilverksmiðju á Bakka, er með fyrirvörum sem þarf ekki að aflétta fyrr en í maí. Óli Grétar segir að orkusamningurinn geri ráð fyrir afhendingu orkunnar í lok árs 2015. Framkvæmdatími virkjunar sé hins vegar í kringum 3 ár. Því þurfi að vinna í haginn og hugsanlega að taka ákvörðun um að ráðast þarna í virkjun í óvissu um að eftir eigi að fullnægja fyrirvörum. Óli Grétar segir að hugsanlega yrði að bjóða út vélbúnað í næsta eða þarnæsta mánuði. Forstjóri Jarðborana var spurður hvort nú væru að verða tímamót í verksögunni eftir hrun: "Gott er ef satt er. Þetta er nú ekki stórt útboð. Þetta eru 2-3 holur þannig að við skulum ekki tapa okkur í fagnaðarlátunum strax. En þetta er allavega spor í rétta átt og við hjá Jarðborunum fögnum því mjög að fá áhugaverð verkefni að glíma við á heimavelli."
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira