"Crossfit er galin líkamsrækt“ BBI skrifar 7. september 2012 19:23 Mynd/Anton Brink Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. Þórdís Lilja Gísladóttir, ólympíufari, íslandsmeistari í hástökki og íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík, gerir margþættar athugasemdir við crossfit æðið. Hún segir að það sé drifið áfram af markaðsöflum og snúist minna um heilsu iðkenda en að græða peninga. Í fyrsta lagi telur hún fyrirkomulagið sjálft galið. Crossfit snýst um að iðkendur gera allir svonefnda æfingu dagsins. Þannig á æfingin að henta öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. „Hugmyndin er galin. Þeir sem eru í toppformi æfa náttúrlega öðruvísi en byrjendur," segir hún og finnst fáránlegt að miða við fyrirframskrifaða æfingu án þess að huga neitt að því hvaða fólk sé í salnum og hvað henti því.Þórdís Lilja Gísladóttir tekur við Samfélagsverðlaunum Fréttablaðsins sem uppfræðari ársins fyrir að standa að framúrskarandi íþróttastarfi.Í öðru lagi brýtur crossfit kennslan öll lögmál þjálffræði. „Við erum búin að læra þjálffræði, hvernig samspil hvíldar og ákefðar á að vera o.s.frv. Þetta eru fræði byggð á rannsóknum en þau eru öll brotin í crossfit tímum. Fólk er að gera 150 hnébeygjur í einum tíma. Ég er afrekskona í íþróttum og ég hef aldrei á ævinni gert 150 hnébeygjur í einum tíma. Það er ekki heil brú í þessu," segir hún. Í þriðja lagi eru öll lögmál í kennslufræði brotin. Fólk í crossfit gerir mjög flóknar tæknilegar æfingar og ólympískar lyftingar. Fólki er varpað út í æfingarnar án þess það hafi nokkur grunn sem talandi er um í æfingunum. „Það að snara og clean-a (ólympískar lyftingar) eru mjög flóknar æfingar. Ég var búin að læra það í tvö ár áður en það fór að gefa fyrir mig. Þarna er fólk komið með þyngdir um leið," segir hún. Auk þess eru gerðar fleiri endurtekningar af lyftunum í hverjum crossfit tíma en Þórdís telur æskilegt. „Ég man ekki eftir að hafa gert fleiri en sex endurtekningar á mínum ferli. Þarna gerir fólk tugi endurtekninga," segir hún.Mynd/Anton BrinkAð lokum telur hún að þjálfarar í crossfit hafi oft ekki mikla menntun eða reynslu á því sviði. Það sé umhugsunarvert. „Fólk verður að spyrja sig: Hjá hverjum er ég að æfa? Hefur hann einhverja þekkingu á því sem hann er að kenna mér," segir hún. Hún segir að allt sé þetta verulegt áhyggjuefni hjá íþróttafræðingum og vill að lokum, sem lektor í íþróttafræði, benda fólki á að það sé „enginn vandi að láta fólk verða þreytt eftir æfingu. En það eru mikil fræði að láta fólk þjálfa rétt." Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar. Þórdís Lilja Gísladóttir, ólympíufari, íslandsmeistari í hástökki og íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík, gerir margþættar athugasemdir við crossfit æðið. Hún segir að það sé drifið áfram af markaðsöflum og snúist minna um heilsu iðkenda en að græða peninga. Í fyrsta lagi telur hún fyrirkomulagið sjálft galið. Crossfit snýst um að iðkendur gera allir svonefnda æfingu dagsins. Þannig á æfingin að henta öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. „Hugmyndin er galin. Þeir sem eru í toppformi æfa náttúrlega öðruvísi en byrjendur," segir hún og finnst fáránlegt að miða við fyrirframskrifaða æfingu án þess að huga neitt að því hvaða fólk sé í salnum og hvað henti því.Þórdís Lilja Gísladóttir tekur við Samfélagsverðlaunum Fréttablaðsins sem uppfræðari ársins fyrir að standa að framúrskarandi íþróttastarfi.Í öðru lagi brýtur crossfit kennslan öll lögmál þjálffræði. „Við erum búin að læra þjálffræði, hvernig samspil hvíldar og ákefðar á að vera o.s.frv. Þetta eru fræði byggð á rannsóknum en þau eru öll brotin í crossfit tímum. Fólk er að gera 150 hnébeygjur í einum tíma. Ég er afrekskona í íþróttum og ég hef aldrei á ævinni gert 150 hnébeygjur í einum tíma. Það er ekki heil brú í þessu," segir hún. Í þriðja lagi eru öll lögmál í kennslufræði brotin. Fólk í crossfit gerir mjög flóknar tæknilegar æfingar og ólympískar lyftingar. Fólki er varpað út í æfingarnar án þess það hafi nokkur grunn sem talandi er um í æfingunum. „Það að snara og clean-a (ólympískar lyftingar) eru mjög flóknar æfingar. Ég var búin að læra það í tvö ár áður en það fór að gefa fyrir mig. Þarna er fólk komið með þyngdir um leið," segir hún. Auk þess eru gerðar fleiri endurtekningar af lyftunum í hverjum crossfit tíma en Þórdís telur æskilegt. „Ég man ekki eftir að hafa gert fleiri en sex endurtekningar á mínum ferli. Þarna gerir fólk tugi endurtekninga," segir hún.Mynd/Anton BrinkAð lokum telur hún að þjálfarar í crossfit hafi oft ekki mikla menntun eða reynslu á því sviði. Það sé umhugsunarvert. „Fólk verður að spyrja sig: Hjá hverjum er ég að æfa? Hefur hann einhverja þekkingu á því sem hann er að kenna mér," segir hún. Hún segir að allt sé þetta verulegt áhyggjuefni hjá íþróttafræðingum og vill að lokum, sem lektor í íþróttafræði, benda fólki á að það sé „enginn vandi að láta fólk verða þreytt eftir æfingu. En það eru mikil fræði að láta fólk þjálfa rétt."
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira