Lagerbäck: Fullkomin byrjun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2012 21:57 Lars og félagar fyrir leik. mynd/vilhelm Lars Lagerbäck leyfði sér vitanlega að brosa á blaðamannafundi eftir 2-0 sigur Íslands á Noregi í undankeppni HM 2014 í kvöld. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslands sem hefur ekki unnið fyrsta leik í undankeppni stórmóts í 22 ár. Þjálfari íslenska landsliðsins þá var einnig Svíi - Bo Johannsson. „Þetta var fullkomin byrjun. Við skoruðu tvö mörk, fengum ekkert á okkur og gerðum örfá mistök. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti eða besti leikurinn en stundum þegar tvö skipulögð lið mætast vill þetta verða oft niðurstaðan." Hann segist hafa átt von á miklum baráttuleik, sérstaklega á miðjunni, og því hafi hann ákveðið að byrja með Gylfa Þór Sigurðsson í sókninni á kostnað Alfreðs sem kom inn á sem varamaður í leiknum. „Mesta umræða okkar þjálfaranna fyrir leik snerist um hvort að Alfreð ætti að byrja. En ég vildi fá Helga Val á miðjuna með Aroni því Helgi Valur leggur mikið á sig." „Þeir unnu vel saman á miðjunni og náðu betur og betur saman eftir því sem leið á leikinn. Þeir voru eins og tvær ryksugur inn á miðju vallarins." Hann segir það fyrst og fremst ánægjulegt hversu sterk liðsheild var hjá íslenska liðinu. „Við þurftum að halda einbeitingu í 90 mínútur, sérsatklega í vörninni og gekk það vel. Norðmenn settu pressu á okkur en við vorum alltaf á staðnum til að stoppa þá. Það var það sem skóp þennan sigur. Þetta var jafn leikur en okkur tókst að vinna." „Þetta var liðssigur. Ég get ekki valið mann leiksins því allir fjórtán leikmennirnir lögðu sitt af mörkum til sigursins." Hann segir að það hafi ekki verið áhættusöm ákvörðun að skilja Alfreð eftir á bekknum. „Við þurftum að vera með reynda menn á vellinum og vinna baráttuna á miðjunni. Það skiptir miklu máli gegn andstæðingi eins og Noregi." „Það erfiðasta við að velja byrjunarliðið var hverjir ættu að spila í miðju varnarinnar. Ég er með þrjá háklassamiðverði eins og sýndi sig þegar Kári meiddist og Sölvi kom inn á. Hann skilaði sömu frammistöðu og Kári hafði gert." Nú tekur við langt ferðalag til Kýpurs á morgun en Kýpverjar töpuðu fyrir Albönum í kvöld, 3-1, á útivelli. „Við vorum með njósnara á vellinum og mér skilst að Kýpur sé að byggja upp nýtt landslið. Við munum nú sjá til hvernig þeir bregðast við þessu tapi." HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Lars Lagerbäck leyfði sér vitanlega að brosa á blaðamannafundi eftir 2-0 sigur Íslands á Noregi í undankeppni HM 2014 í kvöld. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslands sem hefur ekki unnið fyrsta leik í undankeppni stórmóts í 22 ár. Þjálfari íslenska landsliðsins þá var einnig Svíi - Bo Johannsson. „Þetta var fullkomin byrjun. Við skoruðu tvö mörk, fengum ekkert á okkur og gerðum örfá mistök. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti eða besti leikurinn en stundum þegar tvö skipulögð lið mætast vill þetta verða oft niðurstaðan." Hann segist hafa átt von á miklum baráttuleik, sérstaklega á miðjunni, og því hafi hann ákveðið að byrja með Gylfa Þór Sigurðsson í sókninni á kostnað Alfreðs sem kom inn á sem varamaður í leiknum. „Mesta umræða okkar þjálfaranna fyrir leik snerist um hvort að Alfreð ætti að byrja. En ég vildi fá Helga Val á miðjuna með Aroni því Helgi Valur leggur mikið á sig." „Þeir unnu vel saman á miðjunni og náðu betur og betur saman eftir því sem leið á leikinn. Þeir voru eins og tvær ryksugur inn á miðju vallarins." Hann segir það fyrst og fremst ánægjulegt hversu sterk liðsheild var hjá íslenska liðinu. „Við þurftum að halda einbeitingu í 90 mínútur, sérsatklega í vörninni og gekk það vel. Norðmenn settu pressu á okkur en við vorum alltaf á staðnum til að stoppa þá. Það var það sem skóp þennan sigur. Þetta var jafn leikur en okkur tókst að vinna." „Þetta var liðssigur. Ég get ekki valið mann leiksins því allir fjórtán leikmennirnir lögðu sitt af mörkum til sigursins." Hann segir að það hafi ekki verið áhættusöm ákvörðun að skilja Alfreð eftir á bekknum. „Við þurftum að vera með reynda menn á vellinum og vinna baráttuna á miðjunni. Það skiptir miklu máli gegn andstæðingi eins og Noregi." „Það erfiðasta við að velja byrjunarliðið var hverjir ættu að spila í miðju varnarinnar. Ég er með þrjá háklassamiðverði eins og sýndi sig þegar Kári meiddist og Sölvi kom inn á. Hann skilaði sömu frammistöðu og Kári hafði gert." Nú tekur við langt ferðalag til Kýpurs á morgun en Kýpverjar töpuðu fyrir Albönum í kvöld, 3-1, á útivelli. „Við vorum með njósnara á vellinum og mér skilst að Kýpur sé að byggja upp nýtt landslið. Við munum nú sjá til hvernig þeir bregðast við þessu tapi."
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn